Áttaðu Þig á Stöðunni
föstudagur, nóvember 21, 2003
 
Einkavæðum Subway-þjónustu siðferði

Síðastliðinn sunnudag var ég við vinnu mína í Hagkaupum í Kringlunni. Varð ég við það svangur og í mínum lögboðna matartíma sem spannar 30 mínútna dálkrúm, fór ég í hinn enda Kringlunnar og ætlaði þar að fá mér Subway bát.
Ekki var laust við að mér byði við röðinni sem þar hafði myndast, en þar sem ég var svangur ákvað ég að bíða. Liðu alllangar 20 mínútur af dálkrúminu og hafði ég aðeins 10 mín. til að koma mér aftur til baka og borða þennan annars dýrindis bát.

Mín tillaga er sú:
Einkavæðum Subway.
>>Engar biðraðir!
>>Verð á bátum stýrist af kröfum markaðurins!


þriðjudagur, nóvember 18, 2003
 
Hér er risin ný síða.

Er allt útlit fyrir að slík síða verði jafn virk og mín.


 
Einkar skemmtileg siða sem Óttar bendir hér á.

Imprað á nokkrum hlutum.
-Framundan er beltapróf á miðvikudaginn, skrípsviðs verkefni sama dag, svo ég tali nú ekki um þá gleði sem fylgir því að gera Rekstrarfræðiverkefni.

-Sá Rogga í kringlunni á Laugardaginn, hann var að versla í hagkaup.

-Sama kvöld sá ég Sweet Sixteen, sem fær 4 af 6 mögulegum hjá mér.
Einnig langar mig að sjá A bylt