Áttaðu Þig á Stöðunni
föstudagur, desember 05, 2003
 
Smásaga úr Íslenskum háskóla raunveruleika.

Það er morgun á þeim degi er við laug er kenndur. Rögnvaldur vaknar, teigir sig og stendur nakinn upp úr rúminu, því þannig sefur hann alltaf. Vegna þess hve hann er fastur í viðjum vanans, fer hann inn í eldhús, fær sér kaffibolla, sest nakinn niður og byrjar að fara yfir heimadæmi. Kemur hann að nemanda sem heitir Lárus.

Eftir yfirferð hlær hann með sér og konan hans spyr:
"hvað er svona fyndið Roggi minn" , segir hún og strýkur honum um magann.

Rögnvaldur svarar að bragði:
"það er hann Lárus, svoddan kjáni drengurinn sá."

Hvaða lærdóm mætti draga af þessari sögu?
Jú, ekki skila skrípaheimadæmum, því þú veist aldrei hvað gæti gerst.


miðvikudagur, desember 03, 2003
 
Hvað gerðir þú síðastliðna helgi Ásgeir?

Jú, gaman að þú skyldir spurja.

Ég fór einmitt á hressandi rejunion á gauknum, á Laugardaginn. Þar hitti ég fólk sem var með mér í Seljaskóla og slíkt. Einnig leit ég inn á Cafe Romance þar sem frjálhyggjufélagar hittust og voru þar menn eins og Lárus og Trausti. Var þar imprað á pólitískum málefnum sem þykja í deiglunni og trylltur dans stiginn við feikna reif.

Var ferðinni svo aftur haldið á gaukinn og súrealísku rejunioni haldið áfram, þar til hálfdrukkinn óreglumaður skuttlaði mér heim. Slíkur óreglumaður hafði einmitt verið spurður af föður sínum fyrr um kvöldið hvort hann ætlaði nú ekki að halda sé þurrum þetta kvöldið.