Áttaðu Þig á Stöðunni |
|
|
Chalmers: Studieportal Heimasíður Námskeiða: IKOT Vinir: Þóra Óttar Jóel Berglind Trausti Larust Úlfur LaTeX: -Not so short introduction to LaTeX Upplýsingar um LaTeX -Nokkur góð orð um Word Síður: ÍR Tae Kwon Do Cox & Forkum VefÞjóðviljinn Capmag Blogjob Civfanatics Interrail Ascii tafla Rb |
þriðjudagur, desember 16, 2003
Í dag varð mér starsýnt á listaverk. Sakramentið eftir Sigurð Örlygsson. Verkið fékk mig til að hugsa um gildi þessa lífs og annars. Ekki hvað síst þegar menn hafa legið undir ámælum fyrir trúleysi. Ég ætla því að veita ykkur innsýn inn í hugrenningar mínar, er ég virti verkið fyrir mér. Myndlýsing: Í myndinni stendur fjötraður drengur í krossfestingastöðu á höfði manns á miðjum aldri í sjálfsskoðun. Frá jöðrunum liggja snúrur úr hljóðnemum foreldranna gegnum blæðandi hendur drengsins að eyrum mannsins þar sem raddir foreldranna hljóma gegnum trektir. Í bakgrunni er lagt á borð fyrir kvöldmáltíðina en brauðið og vínið tekið burtu. Á bakvið drenginn er þrumuský milli foreldranna. Samskipti og hlutverk í fjölskyldum er flókið og áhrifaríkt fyrirbæri. Börn mótast af því andrúmslofti sem hjónatengsl og samskipti foreldra skapar. Stundum verða börnin fórnarlömb eða boðberar heftandi tjáskipta sem þau bera með sér inn í sína eigin kjarnafjölskyldu. Stundum þroskast þau af reynslu sinni og beina henni í uppbyggilegan og skapandi farveg bæði í einkalífi og starfi. |