Áttaðu Þig á Stöðunni
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
 
Brýn nauðsyn sem e.t.v. vaka eða röskva gætu tekið upp sem baráttumál. Góður pistill Lárusar:


mánudagur, febrúar 09, 2004
 
Ja hérna.
Hrón
Hélt ég myndi fá gíróseðil í póstinum í morgun. Hélt jafnvel að hann myndi hljóða upp á 300 þúsund krónur. En allt kom fyrir ekki, ég slapp. Það virðist því vera að það hafi verið orðin tóm, þegar skeleggur maður öskraði að þeir sem mættu ekki á fund með menntamálaráðherra væru að kalla yfir sig skólagjöld, sem myndu jafnvel hljóða upp á 300 þúsund krónur á hnaus.

Ég var jafnvel að hugsa um að láta félaga minn skrifa mig á blað, ef slíkt blað hefði verið látið ganga á slíkum fundi, með slíkum ráðherra.