Áttaðu Þig á Stöðunni
föstudagur, apríl 30, 2004
 
Var að kaupa miða á tónleika Pixies, þann 25. maí í Kaplakrika, ásamt Jóeli.
Pixies
Ég hlakka til.


þriðjudagur, apríl 27, 2004
 
Tilvitnun:
„Forsætisráðherra segir að samþjöppun á fjölmiðlamarkaðinum hafi
skapað óviðunandi ástand. Fréttamenn Norðurljósasamsteypunnar hafi
ekkert frelsi. Þeir gangi allir erinda eigenda sinna."

Ja hérna.


mánudagur, apríl 26, 2004
 
Vei!!
Ég er að byrja í prófum.


 
Lög um eignarhald á fjölmiðlum.

Hronskat

Þetta held ég að sé framtíðin. Banna fyritækjum eða hlutafélögum að eiga eignaraðild að fyrirtækjum í skildum rekstri. Svo sem á dagblöðum og sjónvarpsstöðvum.
Þetta mætti svo útfæra á fleiri þætti.
T.d. mættu sláturfélög, mjólkursamsölur eða bændur yfir höfuð, ekki koma nálægt nokkurs konar rekstri á matvöruverslunum, veitingastöðum, eða skemmtistöðum.(bjór).
Olíufélög mættu ekki koma með nokkru móti að rekstri flutningafyrirtækja, bílasalna, útgerðar, o.s.frv.
Enda myndu slík tengsl augljóslega hafa í för með sér gríðarlega hagsmunaárekstra.