Áttaðu Þig á Stöðunni
föstudagur, júní 04, 2004
 
Ég held að ég sé hættur að fara í heita pottinn í sundlaugum, þar fara fram heilsuspillandi umræður. Ber nú hæst umræðan um þvíumslíkt fjölmiðlafrumvarp..., skrítið hvernig hægt er blanda gæðum grænmetis á mínum fyrrum vinnustað inn í það mál.

Mér hefur einnig verið umhugað þá hugmynd sumra að Háskólinn sé vinnustaður. Ég vill aftur á halda því fram, að þar sem ekki er boðið upp á ókeypis kaffi í háskólanum, þá getur hann ekki verið vinnustaður.

Og til hamingju Gunni, með að vera búinn að útskrifast.