Áttaðu Þig á Stöðunni
föstudagur, desember 16, 2005
 

Mikið vildi ég að ég gæti verið svona ánægður. EN þar sem nú tekur við Hagverkfræði(nafnið segir nú allt um hvað þetta er leiðinlegt) lestur þá er útlit fyrir að stemmningin verði eitthvað meira svona:


mánudagur, desember 12, 2005
 
Get svarið það að ég hafi lesið að eitthvað svipað þessu væri í gangi í Reykjavík. (Fyrir utan ofbeldið og umfjöllunina að sjálfsögðu.)

Fréttir
Sigmundur Ernir:
"Á Kárahnjúkum er ein kona á móti hverjum

sex karlmönnum..."
Sagði maðurinn og rétti upp fimm fingur til áherslu. Lenti kannski í þessum vanda af því að hann hélt á blaðabunka í hinni hendinni, veit ekki. Annars eru fréttatímarnir á stöð 2 alltaf að verða asnalegri.